Sérfræðingar í AWS skýjalausnum

Saman flytjum við tækniinnviði í AWS skýið og aðstoðum með núverandi AWS umhverfi. Hjá Andes starfar samheldinn hópur af reynslumiklum einstaklingum með ríka DevOps þekkingu sem stuðlar að öryggi, skalanleika og hagkvæmni í rekstri.

Öruggur, skalanlegur og hagkvæmur kerfisrekstur í AWS skýinu.

Þjónustan okkar

Tilfærsla í skýið

Skýjavegferð kallar á sérfræðikunnáttu og viðamikla reynslu þeirra sem koma að því að skipuleggja flutning upp í skýið. Andes vinnur náið með viðskiptavinum við að lágmarka áhættu og besta hugbúnaðarlausnir svo þær falli vel að AWS þjónustum. Eftir tilfærslu í skýið er mikilvægt að viðhalda stöðugri framþróun í takt við nútímaskýjarekstur í AWS.

Innviðaþróun

Andes veitir sérfræðiráðgjöf í samvinnu við forritara og hönnuði viðskiptavina. Við aðstoðum við að skilgreina hagkvæmar lausnir í AWS. Meginárhersla Andes er ávallt á öryggi, sveigjanleika og skölun.

Rekstur

Andes samanstendur af gríðarlega reynslumiklum hópi sem hefur þróað og rekið stór sem smá kerfi í AWS. Eðli skýjareksturs gerir okkur kleift að þjónusta fjölda viðskiptavina með ólík rekstrarumhverfi, jafnframt leggjum við mikla áherslu á stöðugar umbætur í tæknilausnum, þekkingu og vinnuferlum í anda DevOps aðferðafræða. Áreiðanleiki rekstrarþjónustu Andes er undirstaða ánægju viðskiptavina.

Kennsla og þjálfun

Þjálfun og vottun starfsmanna er undirstöðuatriði fyrir vel heppnaða skýjavegferð. Andes leggur mikla áherslu á að tileinka sér nýjustu stefnur og strauma í AWS, þannig getum við stutt okkar viðskiptavini með Þekkingarmiðlun, leiðsögn og þjálfun á öllum stigum, allt eftir þínum þörfum.

Samstarfsaðili AWS

Sem vottaður samstarfsaðili AWS (Advanced partner) höfum við beinan aðgang að sérfræðingum AWS ásamt þjálfun og endurmenntun, hvort sem er fyrir Andes eða viðskiptavini Andes.

Opinber stjórnsýsla

Andes er vottaður samstarfsaðili AWS fyrir hið opinbera (Public Sector Partner) sem gerir okkur kleift að vinna með stofnunum með stuðningi frá Public Sector teymi AWS.

Vottanir

Starfsfólk Andes býr yfir gríðarlegri reynslu og vottaðri þekkingu sem nær yfir allt frá því að hanna og herða öryggi, þróa lausnir sem standast álag og skalast sjálfkrafa, þróun á útgáfustraumum (CI/CD) yfir í daglegan rekstur og eftirlit.